Tenerife

 

Sólareignir eru með mikið magn af eignum til sölu á Tenerife. Gegnum samstarfsaðila okkar sem er ein stærsta fasteignasalan á svæðinu, þannig erum við með réttu sólareignina fyrir þig. 

Það er varla þörf á stórkostlegri kynningu um stærstu eyju Kanaríeyjanna spænsku. Tenerife þekkja fjölmargir sólelskandi Íslendingar og þá sérstaklega hin vinsælu strandsvæði á suðvesturhluta eyjunnar.

Tenerife er ekki aðeins stærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum heldur og sá staður þar sem flestir búa hér um slóðir. Íbúatalan er yfir 900 þúsund manns en inn í þá tölu vantar fjölda annarra sem eiga hér eignir en eru búsettir annars staðar. Það má því skjóta föstu að hér eigi yfir milljón manns heimili yfir annatíma og þá ótaldir þær tugþúsundir ferðafólks sem eyjuna sækir heim alla daga ársins.

Allir vita að hér er hitastig með ágætum 365 daga á ári eða því sem næst. Stöku rigningardagar. Engum á hins vegar að koma á óvart að eyjan á sitt að mestu leyti undir ferðamönnum. Fiskveiðar og landbúnaður þar langt á eftir.

Töluvert af Íslendingum eru búsettir á svæðinu og það hefur færst í vöxt að íslendingar fjárfesti í sólareigninni sinni á Tenerife enda veðursæld með eindæmum og samgöngur auðveldar hvort sem þú kemur frá Íslandi eða Evrópu.

Sólareignir gegnum samstarfsaðila sinn er með mikið úrval af sólareignum fyrir þig. Við kappkostum að finna sólareignina þína þannig að upplifun þín verði sem mest.

Tenerife er ört vaxandi eyja sem til framtiðar ætti að vera góður fjárfestingarkostur.

Hafið samband á [email protected] til að fá frekari upplýsingar og kynningu.

  Hér má finna eignir sem við höfum í söluferli á Tenerife, en þetta er bara brot af því sem við höfum til sölu.